er skærasta drag-stjarna Íslands, Dragdrottning Íslands 2015 og eini draglistamaðurinn sem hefur fulla atvinnu af slíku hér á landi.
Árið 2015 endurvakti hún íslenska dragmenningu með stofnun Drag-Súgur sýninganna sem hún hefur framleitt mánaðarlega síðan þá, en þess á milli hefur Gógó ferðast um heiminn og komið víða fram, meðal annars með drag-súperstjörnum úr RuPaul’s Drag Race þáttunum.
Gógó er bæði dragdrottning og boylesque skemmtikraftur sem kemur reglulega fram í Reykjavík, meðal annars á Drag-Súgur sýningum, Reykjavík Kabarett og er með vikulega viðburði alla þriðjudaga á Fjallkonunni.
Gógó var drag-fjallkona Reykjavíkur 2018, sama ár og hún hélt TEDx fyrirlestur um að láta drauma sína verða að veruleika, sem hún er svo sannarlega að gera.
Vinsælt er að bóka Gógó í veislustjórn, skemmtiatriði, drag meikóver, meiköppkennslu, drag fyrirlestur, partýleiki eða sem fabjúlöss DJ.