Gunnar Hansson

You can check Gunnar out in Cop Secret

Útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1997. Starfaði sem leikari við Þjóðleikhúsið 1997-99 og við Borgarleikhúsið frá 1999-2008. Hefur síðan verið freelance í verkefnum í kvikmyndagerð, leikhúsi, útvarpi og sjónvarpi.

Í Þjóðleikhúsinu hefur hann meðal annars leikið í Grandavegi 7, Hamlet, Meiri Gauragangi, Glanni glæpur í Latabæ, Landkrabbinn.

Í Borgarleikhúsinu lék Gunnar meðal annars í And Björk of course…Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur, Fyrst er að fæðast, Dagur vonar, Viltu finna milljón?, Terrorismi, Lífsins Tré, Héri Hérason, Belgíska Kongó, Draugalest, Sumarævintýri, Jón og Hólmfríður, Blíðfinnur, Með lífið í lúkunum, Skáldanótt, Lína Langsokkur, Móglí, Chicago o.fl.

Auk þess hefur Gunnar leikið í fjölda sýninga hjá sjálfstæðum atvinnuleikhópum, t.d. hjá Leikfélagi Íslands í Stjörnur á morgunhimni, Hnetunni geimsápu, Leitum að ungri stúlku. Hjá Draumasmiðjunni í frumuppfærslu Ávaxtakörfunnar og aðalhlutverkið í Baneitrað samband á Njálsgötunni.

Gunnar hefur leikið í, skrifað, framleitt fjölda verkefna fyrir sjónvarp auk þess að leikstýra einni kvikmynd í fullri lengd.

Gunnar var einn höfunda, framleiðandi og lék aðalhlutverkið í fjórum sjónvarpsþáttaröðum um klaufabárðinn Frímann Gunnarsson: Sigtið með Frímanni Gunnarssyni (2006 SkjárEinn), Sigtið án Frímanns Gunnarssonar (2006 SkjárEinn), Mér er gamanmál (2010 Stöð 2) og Frímínútur(2015 RÚV).

Gunnar skrifaði, leikstýrði (með Davíð Óskari Ólafssyni) og lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bakk (2015).

Á ferli sínum hefur Gunnar leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, m.a. í kvikmyndunum: Ikingút (2000), Mávahlátur (2001) Dís (2004), Beowulf & Grendel (2005), Foreldrar (2007), Kurteist fólk (2011), Bakk (2015) Der Tote im Westfjord (2016)

Meðal sjónvarpsþátta sem Gunnar hefur leikið í (auk fjögurra þáttaraða um Frímann Gunnarss.): Fangavaktin(2009), Fólkið í blokkinni (2013), Fangar (2017) auk fjölda annarra, m.a. uþb. tíu sinnum í Áramótaskaupi RÚV.

Auk þess hefur Gunnar unnið talsvert við þáttagerð, bæði í sjónvarpi og útvarpi, mestmegnis á RÚV.