Sigurður Þór Óskarsson

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012.

Hann var strax að útskrift lokinni ráðinn til Borgarleikhússins. Hann starfaði þar í þrjú ár og lék fjöldamörg hlutverk á þeim tíma.

Hjá LR lék Sigurður meðal annars í Gulleyjunni, Bastörðum, Músum og mönnum, Mary Poppins, Hamlet, Línu Langsokk, Beint í æð og Billy Elliot. Sigurður fór einnig með hlutverk Hamlets í leiksýningunni Hamlet litla sem vann til Grímuverðlauna sem Barnasýning ársins árið 2014.

Árið 2015 tók hann til starfa í Þjóðleikhúsinu og hefur leikið Jóhann Prins í Í Hjarta Hróa Hattar, Óskar í Hleyptu þeim rétta inn og leikur nú Magga Bjútí í Djöflaeyjunni. Sigurður lék einnig í nýjustu seríu Réttar sem sýnd er á Netflix.