Sigurður Þór Óskarsson

Soon you can see Sigurður playing Bergur in Trapped III

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012.

Hann var strax að útskrift lokinni ráðinn til Borgarleikhússins. Hann starfaði þar í þrjú ár og lék fjöldamörg hlutverk á þeim tíma.

Hjá LR lék Sigurður meðal annars í Gulleyjunni, Bastörðum, Músum og mönnum, Mary Poppins, Hamlet, Línu Langsokk, Beint í æð og Billy Elliot. Sigurður fór einnig með hlutverk Hamlets í leiksýningunni Hamlet litla sem vann til Grímuverðlauna sem Barnasýning ársins árið 2014.

Árið 2015 tók hann til starfa í Þjóðleikhúsinu og hefur leikið Jóhann Prins í Í Hjarta Hróa Hattar, Óskar í Hleyptu þeim rétta inn og leikur nú Magga Bjútí í Djöflaeyjunni. Sigurður lék einnig í nýjustu seríu Réttar sem sýnd er á Netflix.